Björg Blöndal’s C4THERINE (IS/NO/PL)

Um viðburðinn
Björg Blöndal’s C4THERINE (IS/NO/PL)
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 21:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi
Björg Blöndal’s C4THERINE kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi með ferska og framsækna tónlist sem lætur engan ósnortinn. Kvartettinn var stofnaður í Osló vorið 2024. Hann skipa: Björg Blöndal (IS) söngkona, Þorkell Ragnar (IS) gítarleikari, Viktoria Søndergaard (DK) víbrafónleikari og Patrycja Wybrańczyk (PL) trommari. Þau spila frumsamda tónlist Bjargar, þar sem nútímajazzi og phscyhedelic rokki er fléttað saman í djarfan og dýnamískan hljóðheim. Litríkar laglínur, súrrealísk soundscape og kraftmikil riff kallast á og hikar kvartettinn ekki við að ögra norminu. Hljómsveitin tók nýverið upp sína fyrstu plötu, Wild Blue Yonder, sem stefnt er á að gefa út síðla árs 2025. Wild Blue Yonder er “konsept-plata”, einskonar uppgjör á móðurmissi, þar sem rauði þráðurinn er sorgin í sínum mörgu myndum. Platan sameinar ólíkar tónsmíðar á kraftmikinn hátt, þar sem spilagleði og einlægni ráða för. Tilfinningum er gefinn laus taumurinn og þær tjáðar og túlkaðar á hráan en ljóðrænan hátt, með eða án texta. Á Reykjavík Jazz Festival 2025 mun C4THERINE flytja efni af áðurnefndri plötu í bland við nýlegri tónsmíðar eftir Björgu.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*