Barrio 27 (IS)

Um viðburðinn
Barrio 27 (IS)
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 21:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Hljómsveitin Barrio 27 spilar hressa og dansvæna latíntónlist en eitt af meginmarkmiðum sveitarinnar er að stækka latíntónlistarsenuna á Íslandi og efla dansmenningu. Hljómsveitin var stofnuð í maí 2024 en forsprakki hennar er Alexandra Rós Norðkvist, trommu-, slagverks- og trompetleikari. Hún lét verða af langþráðum draumi í janúar 2024 og varði mánuði í Havana þar sem hún tók einkatíma hjá þremur af stærstu nöfnum slagverksleiks á Kúbu: El Panga (Tomas Ramos Ortiz), Betún (Luis Valiente) og El Peje (Juan Carlos Rojas). Alexandra stefnir á háskólanám erlendis þar sem hún mun sérhæfa sig í latíntónlist en hún hefur þegar sett sitt mark á senuna á Íslandi með því að koma fram með Barrio 27 eða minni hljómsveitum sem hún hefur sett saman, auk þess sem hún hefur myndað sterk tengsl við danssamfélögin Salsamafíuna, Salsa Iceland og Salsa North. Í samstarfi við Salsa North á Akureyri hefur Alexandra boðið upp á svokallaða „musicality“ vinnusmiðju ásamt dansaranum Mike Sanchez þar sem farið er yfir tengslin milli dansins og tónlistarinnar.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*