Bara blús

Um viðburðinn

“Bara blús” er fyrsta frumsamda jazzplata Barkar Hrafn Birgissonar.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er uppistaðan á þessari hljómplötu blúsformið.
Í grunnin er hljómagrind og melodíubygging blússins einföld sem hófst sem tveggja til þriggja hljóma form á bökkum Missisippi árinnar og á plantekrum Louisiana djúpt í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Meirihluti dægurtónlistar frá upphafi á uppsprettu sína úr brunni blústónlistar hvort sem um ræðir Jerry Lee Lewis, Elvis Presley, Led Zeppelin, Miles Davis, Bob Dylan, Arethu Franklin, Gus Gus eða jafnvel Kanye West. Áhrifin eru ótvíræð.

Tímabilið sem höfundur er sérstaklega að skoða eru gítarleikarar/hljóðfæraleikarar 6. & 7. Áratugarins sem að mati höfundar voru einstaklega smekklegir í samruna þessara tveggja heima, þ.e. blús og jazz. Til að nefna helstu áhrifavalda höfundar:, Grant Green (f. 6.júní, 1935 – d.31.jan, 1979), Kenneth Earl Burrell (f.31. Júlí 1931) John Leslie „Wes“ Montgomery (f.6.mars 1923 – d.15 júní, 1968) Jón Páll Bjarnason (f. 6. febrúar 1938, d. 16. ágúst 2015) James Oscar Smith (f.8.des 1925 d.8.feb 2005)

Jazztónlist og blús hefur verið gerð nokkuð góð skil í gegnum söguna og margir tekið þátt í að endurgera og bæta við stefnur og strauma hér heima á íslandi.. “Bara blús”/”Just blues” er auðmjúk tilraun höfundar til að bæta þar í.

Börkur Hrafn Birgisson : gítar
Daði Birgisson : hammond og píanó
Scott McLemore : trommur
Kjartan Hákonarson : trompet

Börkur Hrafn Birgisson Nam klassískan gítarleik við tónlistarskóla Akraness og útskrifaðist í einleik á gítar frá jazz og rokkbraut tólistarskóla FÍH.
Starfaði með og stofnaði jazzfunk-hljómsveitina Jagúar frá 1999-2006 Jagúar hlaut íslensku tónlistarverðaunin. 2004 og 2005, hljóðritaði 3 hljómplötur með hljómsveitinni. Jagúar hélt tónleika víða um heiminn og spilaði á þekktustu jazz og hrynhátíðum Evrópu. Börkur Hrafn er stofnandi hljómsveitarinnar Mono Town sem hefur getið sér gott orð á hérlendri og erlendri grundu og hitaði ma. upp fyrir hljómsveitina The Pixies á Evróputúr 2013. Mono Town hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir Rokkplötu ársins og Lag ársins 2015.
Börkur Hrafn gaf út hljómplötuna “3.Leiðin” og samdi tónlist við ljóð Einars Más Guðmundssonar rithöfund og Elísabet Eyþórsdóttir söng árið 2007.

Börkur Hrafn var framkvæmdarstjóri og annar tveggja upptökustjóra í hinu víðfræga Stúdío Sýrlandi Skúlatúni á árunum 2009-1013.
Börkur Hrafn sá um upptökustjórn og gítarleik inn á 4 breiðskífur með Bubba Morthens sem allar hafa fengið frábæra dóma. Sá um upptökustjórn og gítarleik inná breiðskífu með Páli Rósinkranz ofl ofl.
Börkur hefur starfað sem hljóðfæraleikari í leikhúsum Reykjavíkur og tók síðast þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar (2007-2008) Gauragang (2010-2011) og uppfærslu Þjóðleikhússins á Bjart með köflum (2011-2012) Börkur Hrafn tók þátt í upptökum á tónlist Nick Cave í uppsetningu leikhópsins Vesturports á Woyzeck árið 2009.
Börkur Hrafn spilaði inná og sá um útsetningar á “Is it true” með Jóhönnu Guðrúnu 2009, annað sæti í Eurovison.
Börkur Hrafn sá var upptökustjóri, gítarleikari og lagahöfundur fyrir tónlistartengd sérverkefni fyrir leikjaframleiðandann CCP/Eve online.

Börkur Hrafn hefur verið hljómsveitastjóri á reglulegum yfirlitstónleikum Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar 2016 – 2018. Börkur Hrafn spilaði inn gítara við tónlist á barnaleikritinu Blái Hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason, tónlist eftir Kristjönu Stefánsdóttur, tónlistin vann Grímu verðlaunin 2017.
Börkur Hrafn starfaði sem sýningar- og verkefnastjóri hjá Íslensku óperunni frá því 2018 – 2020 og setti upp á þeim tíma óperurnar: Hans & Gréta, La Traviata & Brúðkaup Fígarós.
Börkur Hrafn hefur komið fram og hljóðritað með Emilíu Torrini, Páll Óskar og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bubba Morthens, Baggalútur, Ragnheiður Gröndal, Valdimar Guðmundsson, Björgvin Halldórsson, Helgi Björnsson, Eyjólfur Kristjánsson, Ragnar Bjarnason, Páll Rósinkranz, Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason, Bjartmar Guðlaugsson, Harry Belafonte, Jagúar, Mono Town, Jónas Sigurðsson, Egill Ólafsson ofl. ofl.

Börkur Hrafn hefur verið virkur í hinum ýmsu jazzverkefnum og komið fram með Tómas R Einarsson, Stórsveit Samúels Jón Samúelssonar, Kristjana Stefánssdóttir, Andrea Gylfadóttir, Sigurður Flosason, Snorri Sigurðarsson,Steinar Sigurðarsson, Margét Eir, Magnús Tryggason Elíason, Ari Bragi Kárason ofl.

Verðlaun:
1999 Jagúar, Íslensku Tónlistarverðlaunin
2001 Get TheFunk Out – Hljómsveitin Jagúar
2004 Hello Somebody, -Hljómsveitin Jagúar -útg. Smekkleysa
2015 Mono Town – In The Eye Of The Storm, Íslensku Tónlistarverðlaunin

Sjá alla viðburði