Arild Andersen Group (NO)

Um viðburðinn

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Glæný norsk súpergrúppa hefur litið dagsins ljós. Eftir tvö uppseld og vel heppnuð festivalsgigg, ákvað bassagoðsögnin Arild Andersen að halda áfram að vinna með þessu nýja bandi, til hliðar við hans eigið tríó sem hóf samstarf sitt árið 2008.

Hann nefndi nýja bandið Arild Andersen Group og samanstendur hópurinn af nokkrum af hans uppáhalds tónlistarmönnum af yngri kynslóðinni:

Marius Neset – Saxófónn
Hreint og klárt undur, hvort sem er á saxófóninn eða sem tónskáld, en hann skrifar tónlist fyrir stærri hljómsveitir, m.a. the London Sinfonietta og Bergen’s Philharmonic Orchestra. Hans einstaki spilastíll getur skipt á örskotsstundu frá þéttri og rytmískt flókinni spilamennsku yfir í mjúkan og ljóðrænan spilastíl.

Helge Lien – píanó
Tilfinninganæm spilamennska hans, innblásin af frásagnarríkum stíl Bill Evans, frumleika Keith Jarrett og yfirlætislausum túlkunarstíl Brad Mehldau, hefur skapað honum eftirtektarvert nafn á alþjóðlegum vettvangi. Ásamt Marius Neset, tók hann nýlega þátt verkefni EST Symphony, en auk þess hefur hann gefið út 10 plötur með tríói sínu.

Håkon Mjåset Johansen – trommur
Þekktur fyrir verkefni sín með Trondheim Jazz Orchestra og Ensemble Denada, og einnig verkefni sín með Bugge Wesseltoft, Nils-Petter Molvær og Motif. Hann gaf einnig út tónleikaplötu með kvartett sínum sem skartaði Chick Corea sem sérstökum gesti.

Arild Andersen sjálfan, bassaleikarann með hlýja tóninn, mætti sannarlega titla sem goðsögn á evrópsku jazzsenunni. Ferill hans hófst árið 1967 og lék hann m.a. með hljómsveit Jan Garbarek, sem einnig innihélt þá Terje Rypdal och Jon Christensen, sem gaf út eina af fyrstu plötum ECM útgáfufyrirtækisins, “Afric Pepperbird”. Eftir það lék hann m.a. með Sonny Rollins, Don Cherry, Chick Corea, Dexter Gordon, George Russell, og fleirum. Á tíunda áratug síðustu aldar stofnaði hann hið goðsagnakennda band, Masqualero, ásamt Jon Balke, Nils-Petter Molvær, Jon Christensen og Tore Brunborg, sem túraði um allan heim. Á síðari árum hefur hann m.a. unnið með Tomasz Stanko og Pat Metheny.

Hann hefur gefið út 22 plötur undir eigin nafni hjá ECM. Katalógur hans í heild sinni er í raun sérkafli í jazzsögunni, en umfram allt er hann vel tengdur nútímanum þar sem spilagleði hans, grúvtilfinning og hugmyndaríki sameinast óviðjafnanlegri spilatækni. Hann er líka frábær lagahöfundur og inniheldur lagasafn Arild Andersen Group mestmegnis tónlist eftir hann.

”It’s quite unbelievable that a quartet with four individualists, four top level musicians, can play so incredibly coordinated, as if they were one single musical organism. And on top of that, the band leader really gave his audience some magic experiences on his bass, leaning over his instrument with a big smile and his shoulders slightly raised in pure enthusiasm ” Live Sætre, Dagningen (from Dølajazz, Norway)

Nánari upplýsingar: www.arildandersen.com

Arild Andersen : bassi
Marius Neset : saxófónn
Helge Lien : píanó
Håkon Mjåset Johansen : trommur

Aðrir tónleikar á sama kvöldi:

Ingi Bjarni / Anders Jormin / Hilmar Jensson / Magnús T. Eliassen (IS/SE)

Sjá alla viðburði