Annes

Um viðburðinn

Annes var stofnuð 2014 og hefur síðan gefið síðan út plöturnar “Annes” (2015) og “Frost” (2017). Af fyrri plötunni hlaut verkið “Henrik” Íslensku tónlistarverðlaunin en “Frost” var valin plata ársins á sömu verðlaunum í Jazz og Blús flokki. Hljómsveitin leikur rafmagnaða tónlist þar sem skautað er frá andlegri endurspeglun veðurbrigða norðurslóðanna yfir í pólitíska satíru, ávallt með umhverfisvitundina að leiðarljósi. Þó að tónlistin eigi sterkar rætur í tungumáli jazzins er hún fyrst og fremst suðupottur ólíkra áhrifa meðlimanna sem hver og einn hefur látið ríkulega til sín taka á sínum ferli.

ANNES:

Ari Bragi Kárason: trompet, flugelhorn, hljómborð
Jóel Pálsson: saxófónn
Guðmundur Pétursson: gítar
Eyþór Gunnarsson: píanó og hljómborð
Einar Scheving: trommur

 

Sjá alla viðburði