Anna Sóley

Um viðburðinn

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Anna Sóley er söngkona og lagasmiður sem sækir innblástur frá margvíslegum frásögum í lífi og listum. Í tónlistinni koma saman mismunandi stefnur; módern jazz, grúf, popp og alþýðutónlist, ásamt textum með einn fótinn í raunveruleikanum og hinn í draumheimum. Fyrsta sólóplata hennar, Modern Age Ophelia, kemur út í haust. Þema plötunnar eru frásögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mörk milli fortíðar og nútíðar, raunveruleika og skáldskapar, og kannski einna helst forvitnilegar persónur. Tónsmíðarnar eru samdar þannig að þær gefi flytjendunum rými til þess að skína í gegn og setja sitt mark á flutninginn. Einhverjar tilraunir eru líka með ljóðaflutning og talað mál yfir tóna.

Anna Sóley Ásmundsdóttir : söngur
Magnús Jóhann Ragnarsson : píanó / hljómborð
Rögnvaldur Borgþórsson : gítar
Birgir Steinn Theodórsson : kontrabassi
Bergur Einar Dagbjartsson : trommur
Sölvi Kolbeinsson : altó saxófónn

Linkar á vefsíðu/samfélagsmiðla:

www.annasoleyartistry.com
www.instagram.com/annasoleyasmundsdottir

Aðrir tónleikar á sama kvöldi:

Ómar Guðjónsson

Nico Moreaux “Far” Icelandic Nonet (FR/IS)

Sjá alla viðburði