Agnar Már Magnússon – Mór

Um viðburðinn

Agnar Már Magnússon tríó – Mór – Útgáfutónleikar

Píanistinn Agnar Már Magnússon tekur fyrir íslenska tónlistararfinn með frumsamda tónlist í bland. Tríóið skipa auk Agnars, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á Kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þá leikur einnig með kvartett hornleikara skipaður Stefáni Jóni Bernharðssyni, Emil Friðfinnssyni, Frank Hammarin og Asbjørn Ibsen Bruun.

Tríóið hefur starfað saman með hléum síðan 2007 en þá sendi Agnar frá sér geisladiskinn Láð sem hefur lifað góðu lífi síðan. Þar var notaðist við þjóðleg stef og rímur til að gera nýja tónlist. Hér er sú hugmynd tekin áfram og unnið ennfrekar með íslenska tónlistararfinn. Íslensk þjóðlaga og rímna tónlist er heilmikill fjársjóður og úr honum má vinna nýjar og framsæknar hugmyndir.

FLYTJENDUR:

Agnar Már Magnússon: píanó
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: kontrabassi
Matthías Hemstock: trommur

Stefán Jón Bernharðsson: horn
Frank Hammarin: horn
Asbjørn Ibsen Bruun: horn
Nimrod Ron: túba

 

Sjá alla viðburði