Þorgrímur Jónsson

Um viðburðinn

„Hagi“ – Útgáfutónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021

Bassaleikarinn Þorgrímur Toggi Jónsson er jazzáhugamönnum að góðu kunnur og hefur leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna um árabil.

Á þessum tónleikum fagnar hann ásamt hljómsveit sinni útgáfu nýrrar hljómplötu sem tekin var upp í desember síðastliðnum og ber nafnið Hagi. Tónleikadagskrá kvöldins er því helguð þessari nýju tónlist Þorgríms sem m.a. hlaut Íslensku tónlistarveðlaunin í flokki jazz og blús 2016 fyrir sína fyrstu sólóplötu Constant Movement. Tónlistin, sem er öll samin/skrifuð og útsett af Þorgrími, er af ýmsum toga en í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar og útsetningar sem ættu að sýna styrkleika hljómsveitarinnar í heild sinni. Hér ríkir gott jafnvægi á milli tónsmíða þó svo að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi.

Þorgrímur Jónsson : kontrabassi / rafbassi
Rögnvaldur Borgþórsson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : trommur
Tómas Jónsson : píanó / hljómborð

 

Sjá alla viðburði