Stína Ágústsdóttir/Henrik Linder/Joel Lyssarides (IS/SE)

Um viðburðinn

Stína Ágústsdóttir söngkona ætti að vera jazzunnendum landsins kunn en hún var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og hefur gefið út plötur á borð við Jazz á íslensku (2016), Hjörtun okkar jóla (2019) og The Whale (2020) sem allar hafa fengið mikið lof.

Stína er búsett í Stokkhólmi og hefur á síðustu árum unnið með nokkrum af fremstu tónlistarmönnum þar í landi m.a bassaundrinu knáa Henrik Linder (Dirty Loops) og píanósnillingnum Joel Lyssarides. Saman skapa þau gífurlega öflugt tríó sem leikur sér að tónlistinni og fer á flug út í ævintýralegan hljómheim. Þau munu flytja blöndu af frumsaminni tónlist, sígildum jazzlögum og popplögum í þeirra eigin útsetningum.

Stína Ágústsdóttir (IS) : rödd
Henrik Linder (SE) : bassi
Joel Lyssarides (SE) : píanó / hljómborð

 

 

 

 

Sjá alla viðburði