Ludvig Kári Kvartett (IS/US)

Um viðburðinn

Ludvig Kári Kvartett mætir á nýjan leik á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021 með Rákir, nýjan geisladisk með frumsömdum íslenskum jazzbræðingi innblásnum af þoturákum í veðrahvolfi norðursins.

Kvartettinn er skipaður úrvali jazzhljómlistarmanna og mun spila efni af disknum ásamt enn nýrra efni á hátíð þessa árs. Kvartettinn spilaði síðast á Jazzhátíð Reykjavíkur 2019 við góðar undirtektir.

Ludvig Kári Forberg : víbrafónn
Phil Doyle : saxófónar
Stefán Ingólfsson : bassi
Einar Scheving : trommur

 

Sjá alla viðburði