LILJA (NO/IS)

Um viðburðinn

Oddrún Lilja Jónsdóttir, sem kemur hér fram undir nafninu LILJA, er íslensk/norsk tónlistarkona sem mestan part ævinnar hefur búið í Osló fyrir utan tvö ár í Reykjavík. Hún hefur skapað sér nafn á norsku jazzsenunni undanfarin ár sem gítarleikarinn í „New Conception of Jazz“ sem Bugge Wesseltoft stýrir auk þess að vera í hljómsveitinni „Moksha“ og spila tónlist Frode Haltlis í „Avant folk“.

Í september á síðasta ári sendi hún frá sér fyrstu plötuna undir eigin nafni en hún ber titilinn „LILJA: Marble“. Platan fékk 6 stjörnur af 6 mögulegum í tónlistarumfjöllun Dagsavisen og endaði efst á lista yfir bestu jazzplötur ársins þar. Einnig var platan á lista yfir bestu plötur ársins í tónlistarumfjöllun Klassekampen og tilnefnd sem plata ársins í Subject.

Tónlistin er innblásin af ferðum Oddrúnar Lilju víða um heim en hún hefur leikið staðtengda tónlist með músíköntum margra landa. Meðal annars hefur hún spilað með ragatónlistarfólki á Indlandi, gnawatónlistarfólki í Marokkó, sirkuslistamönnum í Eþiópíu og palestínsku tónlistarfólki í flóttamannabúðum í Líbanon. Þessi nýja tónlist LILJU á Marble er innblásin af reynslu hennar af þessari spilamennsku og hvert lag ber nafn borgar sem var andagiftin á bakvið það.

*Athugið – miði á þessa tónleika gildir einnig á tónleika Kathrine Windfeld Sextet kl. 21:15 í sama sal.

Oddrún Lilja Jónsdóttir (NO/IS) : gítar / rödd
Sanne Rambags (NL) : rödd
Sunna Gunnlaugsdóttir (IS) : píanó
Jo Skaansar (NO) : bassi / rödd
Erik Qvick (SE/IS) : trommur

 

 

 

Sjá alla viðburði