Family Band (UK)

Um viðburðinn

Family Band samanstendur af fjórum vinum og samstarfsfólki til langs tíma en þaðan kemur ‘family’ hluti nafnsins. Hljómsveitin leggur út frá tónlist þeirra músíkanta sem voru í fararbroddi fyrir frjálsa jazzinn eða “free jazz” byltinguna á 6. áratug síðustu aldar en sú hreyfing, og hvernig hún fór á svig við reglurnar ef svo má segja, er í dag álitin hafa verið nauðsynleg fyrir þróun tónlistarinnar. Family Band reynir því ekki að endurgera verk Ornette Coleman og fleiri samtíðarmanna hans heldur virkja sömu krafta, hreyfingu og andrúmsloft í tónlistinni. Útkoman er einstök upplifun áheyrandans.

‘One of the best modern jazz groups performing at the moment’ – Bebop Spoken Here

‘You simply HAVE to get to see them – you won’t be disappointed’ – Martin Powell, JATP

‘They were fantastic’ – Chris Philips, JazzFM

‘What a revelation – exciting group, gradually revealing more and more depth and thrilling the audience to the very end’ – Blow The Fuse, The Vortex

Kim Macari (UK) : trompet
Riley Stone-Lonergan (IE) : tenór saxófónn
Tom Rivière (UK) : kontrabassi
Steve Hanley (UK) : trommur

 

Sjá alla viðburði