Miðasala 2025
Miðasala á Jazzhátíð Reykjavíkur byrjar 22. apríl.
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 26. – 31. ágúst 2025. Boðið verður upp á glæsilega 6 daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Evrópu og Íslandi kemur fram.
Hægt verður að kaupa kvöldpassa á tónleikana sem fram fara í Hörpu og Jazzpassa sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar.