Mazur’s Shamania á Grand Hótel Reykjavík

Laugardagskvöld hafa iðulega verið stóru kvöldin á Jazzhátíð og verður árið í ár engin undantekning. Kvöldið mun fara fram í Gullteigi á Grand Hótel og önnur af stóru stjörnum kvöldsins er engin önnur en slagverksleikarinn Marilyn Mazur. Hún kemur til landsins með bandið Shamania sem er tíu kvenna band skipað þungavigtarhljóðfæraleikurum og dansara frá Skandinavíu.

Bandið byggir á leikrænni nálgun “Primi band” sem Mazur starfrækti á 9. áratugnum en orð eins og ótamið, villimennska, kraftur, margradda, hrynþungi og hreyfing einkenna tónlistina.

Mazur og Shamania er fyrsti listamaðurinn sem kynntur er til leiks á Jazzhátíð 2018 og á næstu dögum verður dagskrá jazzhátíðar kynnt á vef- og facebooksíðu hátíðarinnar.