Tómas Jónsson
Tómas Jónsson hefur farið víða í íslensku tónlistarlífi. Hann útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH 2012. Hljómsveitir og samstarfsaðiliar Tómasar eru AdHd, Jónas Sigurðsson, Júníus Meyvant, ásamt eigin hljómsveitum sem koma fram í hans nafni og spila hans tónlist.
Tómas gaf út sína fyrstu hljómplötu í eigin nafni árið 2016 og hlaut hún tilnefningu sem plata ársins í opnum flokki á íslensku tónlistarverðlaununum í framhaldinu.
Aðrir samstarfsaðilar Tómasar eru Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Jóel Pálsson, Hjálmar, Ham, Magga Stína, svo fá einir séu nefndir.