Sigmar Þór Matthíasson
Bassaleikarinn og tónskaldið Sigmar Þór Matthíasson hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann lauk framhalds- og burtfararprófi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH árið 2012 og haustið 2013 hóf hann framhaldsnám við tónlistardeild hins virta bandaríska háskóla The New School í New York borg í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hann með láði vorið 2016 með BFA gráðu í jazz- og nútímatónlist. Sigmar hefur samið og útsett verk m.a. fyrir Stórsveit Reykjavíkur, hefur leikið með mörgum af helstu jazz- og popplistamönnum landsins og komið fram á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, bæði hér heima og erlendis m.a. Jazzhátíð Reykjavíkur, London Jazz Festival í Englandi, Bern Jazz Festival í Sviss, Oslo Jazzfestival í Noregi, Jazz Finland Festival í Helsinki og Nordic Jazz Festival í Washington DC í Bandaríkjunum. Í september 2018 gaf Sigmar út sína fyrstu sóló plötu, sem ber heitið Áróra, en hún hlaut tvennar tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar á síðasta ári.
Umsagnir:
„The whole pin-bright ensemble interprets Matthiasson’s eight characterful originals with a striking post-Jarrett capacity to move from lyrical and deeply introspective moments to passages of freshly turned exhilaration and affirmation…his big sound, wide-ranging rhythmic capacities and broadly spun, freshly melodic approach to writing should soon ensure him further international exposure.“ – Michael Tucker, Jazz Journal
„It’s no wonder that Matthíasson’s lyrical and eminently likable debut recording exhibits such a classic American feel…Áróra is a vibrant and engaging debut.“ – Mike Jurkovic, All About Jazz
„Lyrical, felt and beautiful bass playing and nice open compositions from a young Icelandic bassist in very good company with some of Iceland’s finest jazzmusicians.“ – Peter Rahbek, Jazz Special (translated)
„The music contained on Áróra impresses with performance and technique, but also with a large emotional charge. The musicians feel self-confidence, unrestricted freedom, the feeling of being freed from limitations. The dynamics of the compositions and the ingenuity of the musicians are also remarkable. In addition, the fluidity of individual tracks, control over experimental tours and the ability to maintain the right balance, make this album fantastic. The debut album that Sigmar Matthiasson has prepared for us is a sound kaleidoscope of impressions. Music from Áróra penetrates the bone and evokes pleasant shivers of pleasure.“ – Marcin Kozicki, Stacja Islandia (translated)
„Sigmar Þór Matthíasson sýnir á sinni fyrstu sólóplötu ákaflega fjölbreytta og skemmtilega takta sem gefa bæði fögur fyrirheit og staðsetja hann jafnframt í fremstu röð djasstónskálda.“ – Dómnefnd Íslensku tónlistarverðlaunanna
„Hann fór líka fimum höndum um kontrabassann, og gerði það af gríðarlegri innlifun. Tjáningin skein úr andlitinu á honum, hver tónn var þrunginn merkingu.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið