María Magnúsdóttir og Hjörtur Ingvi Jóhannsson

Söngkonan María Magnúsdóttir og píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson eru flytjendur í fremstu röð á Íslandi, þau lögðu bæði stund á jazz nám í Hollandi og koma reglulega fram saman og í sitthvoru lagi. Þau eru samstarfsfólk til margra ára og munu á tónleikunum flytja sína allra-uppáhalds jazzstandarda auk popplaga í nýjum búningi