Ingibjörg Elsa Turchi

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið virkur þátttakandi í mörgum þáttum íslensks tónlistarlífs. Hún nam jazzbassaleik við Tónlistarskólann FÍH og lauk BA-prófi í tónsmíðum árið 2020. Hún hefur einnig lokið BA-prófum í Forngrísku og Latínu. Ingibjörg hefur leikið með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Bubba Morthens, Stuðmenn, Teiti Magnússyni, Emilíönu Torrini og öðrum, bæði á tónleikum og á hljómplötum, auk þess sem hún hefur starfað í hljómsveit við Þjóðleikhúsið. Ingibjörg kemur einnig reglulega fram undir eigin nafni með hljómsveit sinni. Hún hefur gefið út tvær sólóplötur, Wood / work (2017) og Meliae (2020), þar sem sú síðarnefnda hlaut Kraumur-verðlaunin og var valin plata ársins af Morgunblaðinu og straum.is
Eonia er nýtt verk úr smiðju bassaleikarans og tónskáldsins Ingibjargar Turchi. Hefur það verið í vinnslu síðustu misseri eftir að önnur plata hennar, Stropha, kom út árið 2023. Á þeirri plötu bættust þrír tréblástursleikarar við hennar hefðbundnu hljómsveit.
Verkið er samið með samhljóm tréblástursins í huga í bland við hljóðfæri ryþmasveitarinnar. Eins og á fyrri plötum Ingibjargar er unnið með opin form og frjálsan
spuna sem svo koma saman í nákvæmari útsetningum og mynda þannig þann hljóðheim sem hún hefur verið að byggja upp síðustu ár.
Tónlistarmenn :
Rafbassi og tónsmíðar-Ingibjörg Elsa Turchi
Rafgítar-Hróðmar Sigurðsson
Píanó- Magnús Jóhann Ragnarsson
Trommur og slagverk- Magnús Trygvason Eliassen
Tenórsaxófónn-Tumi Árnason
Altósaxófónn-Sölvi Kolbeinsson
Klarínett-Sólveig Morávek
Flautur-Björg Brjánsdóttir
Baritónsaxófónn-Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Photographer : Art Bicknick