Hafdís Bjarnadóttir
Tónskáldið og rafgítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir hefur getið sér orð fyrir að brúa landamæri milli ýmissa tónlistarstefna, enda gætir í tónlist hennar áhrifa allt frá blús til nútímatónlistar. Stíl hennar hefur verið líst sem fjölbreytilegum hræringi með innihaldsefnum úr djassi, þjóðlagatónlist, rokki, endurreisnartónlist og framúrstefnu-/tilraunatónlist og ýmsu öðru, sem þó ber skýr höfundareinkenni. Önnur plata hennar, JÆJA, hlaut lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2009. Nýjasta plata hennar, Já, hlaut Kraumsverðlaunin 2017 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki, auk þess sem lag af þeirri plötu var tilnefnt lag/tónverk ársins.
Hafdís lauk burtfararprófi á rafgítar frá Tónlistarskóla FÍH árið 2002. Árið 2007 lauk hún BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og árið 2009 meistaraprófi í tónsmíðum frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hafdís býr og starfar í Reykjavík.