Gúmbó nr. 5

Gúmbó nr. 5 er verkefni sem Tómas Jónsson er nýlega búinn að setja á laggirnar og er jazztríó sem flytur nýja tónlist eftir hann. Tónlistin er býsna fönký og lagræn. Birgir Steinn Theodorsson leikur þar á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Ég leik á píanó, Hammond orgel og melódíku. Við hljóðrituðum plötu fyrir skemmstu á 8 rása segulband sem kemur út 2025. Á tónleikunum á Jazzhátíð verður Þórir Baldursson heiðursgestur.