Cuban Club

Halli Guðmunds Club Cubano kynnir nýjustu plötu sína „Live at Mengi“ en Halli setti saman sex hljóðfæraleikara til þess að útsetja og hljóðrita ný lög eftir sig í Kúbönskum og Kólumbískum tónlistarstíl. Platan var tekin upp á tónleikum með áheyrendum í Mengi við Óðinsgötu þar sem Halli hefur oft komið fram með mismunandi verkefni allt frá stofnun þess listarýmis.
Með Halla, sem leikur á rafbassa eru Daníel Helgason á tres gítar og orgel, ásamt að vera pródúsent verkefnissins.
Hilmar Jensson rafgítar,
Jóel Pálsson á tenor og sópran saxófón,
Matthías Hemstokk á trommur,
Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk.
Þess má geta að umbúðir plötunnar innihalda ljósverkabók eftir Evu Schram sem er höfundur alls myndefnis plötunnar.