K TRIO Meatball evening

Útgáfutónleikar á plötunni “Meatball Evening”

Á þessum tónleikum kynnir Evrópudeild K tríósins glænýja plötu “Meatball Evening” sem var tekin upp í Amsterdam í febrúar. Á plötunni er að finna nýjar tónsmíðar eftir Kristján Martinsson.

Kristján Tryggvi Martinsson – píanó

Pat Cleaver – kontrabassi (UK)

Andris Buikis – trommur (LV)

K tríó

Hið kraftmikla og spilaglaða K tríó var stofnað í janúar 2008. Þá um haustið sigraði tríóið Young Nordic Jazz Comets keppnina. Tónlistinni er líklega best lýst sem fáguðum djassi með óútreiknanlegum rokkstjörnutöktum. Í byrjun árs 2009 gaf K tríó út sína fyrstu plötu, en hún fékk mjög góða dóma m.a. 4 og 1/2 stjörnu í Morgunblaðinu. Önnur plata tríósins kom út á árinu 2010 og hlaut hún einnig afar góða dóma. Eftir að Kristján fluttist til Hollands til að stunda framhaldsnám í Concervatorium van Amsterdam hefur hann spilað tónlist sína með breska bassaleikaranum Pat Cleaver og lettneska trommaranum Andris Buikis undir nafninu K tríó. Síðastliðin ár hefur K tríó spilað á nokkrum helstu jazzhátíðum um Evrópu við góðar undirtektir.

 

Cd release concert for the album “Meatball Evening”

 In this concert the K trio will present a new CD called “Meatball Evening” recorded in February in Amsterdam. The material of the cd consists of compositions from Kristján Martinsson arranged by the trio.

Kristján Tryggvi Martinsson – Piano

Pat Cleaver – Double Bass (UK)

Andris Buikis – Drums (LV)

K tríó

K tríó was founded by Kristján in January 2008 and won the Young Nordic Jazz Comets that very same year. Their music is a combination of jazz virtuosity and rock emotion, fused with pure enthusiasm. K tríó published its first album K tríó (K trio) in 2008 and the second one Rekaviður (Driftwood) came out in 2009 Both albums received outstanding reviews. When Kristján moved to the Netherlands to study further at the Concervatorium van Amsterdam he started playing his music with the British bass player Pat Cleaver og Latvian drummer Andris Buikis using the same name K tríó. They recorded a new CD “Meatball Evening” in February 2013. The last couple of years the trio has been busy with dates in festivals and clubs all over europe.

Fríkirkjan – Thursday August 22nd – 20.00