This post is also available in: English (English)

Staður: Tjarnarbíó
Stund: 5.september kl 21:30
Flytjendur: Scott McLemore – trommur, Pierre Perchaud – gítar, Hilmar Jensson – gítar, Nicolas Moreaux – kontrabassi

Þegar Scott McLemore snéri aftur til Íslands eftir að leika með gítarleikaranum John Abercrombie, heyrði hann fyrir sér syngjandi gítartóna Abercrombie’s með hverri laglínu sem hann samdi á píanóið. Það var ljóst að næsta hljóðritun hans yrði fókuseruð á gítarinn.

Í mars s.l. fékk Scott til landsins franska gítarleikarann Pierre Perchaud og norska bassaleikarann Mats Eilertsen til leiks ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni. Fjórmenningarnir vefa í kringum hvern annan á lýrískan og þokkafullan máta sem lokkar hlustandann inn í litríkt ferðalag. Á Jazzhátíð fagnar Scott útkomu hljóðritunar þessa kvartetts. Franski bassaleikarinn Nicolas Moreaux mun leysa Mats af hólmi á tónleikunum.

Kaupa miða hér!