This post is also available in: English (English)

Annað kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram í Tjarnarbíói. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika og passi í boði á allt kvöldið.

Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga og dansvæna tónlist undir áhrifum tónlistarhefða Suður-Ameríku. Allir textar sveitarinnar eru frumsamdir og á íslensku og færa þannig tónlist af þessu tagi nær íslenskum áheyrendum. Textar sveitarinnar eru innblásnir af töfraraunsæi Suður-Amerískra bókmennta í bland við kaldan íslenskan raunveruleika. Þannig etur sveitin saman þessum ólíku menningarheimum og skapa áhugaverða og nýstárlega samsuðu heitra og kaldra strauma. Salsakommúnan gaf út sína fyrstu breiðskífu, Rok í Reykjavík, árið 2018 og hefur getið sér góðan orðstýr sem salsa-ballhljómsveit.