This post is also available in: English (English)

Staður: Tjarnarbíó
Stund: 7.september kl 21:30
Flytjendur: Ralph Towner – gítar

Ralph Towner hóf sinn tónlistarferil sem píanóleikari en viðsnúningur varð á ferli hans þegar hann keypti sér klassískan gítar til gamans. Hann er þekktur fyrir að vera múltí-instrumentalisti, en þegar orðin 12-strengir og jazz eru sett saman er Towner iðulega fyrsta nafnið sem poppar upp. Hvort sem hann leikur lög úr jazz biblíunni eða sínar eigin tónsmíðar nær hann á einstakan máta að sýna hinar fjölmörgu liti og töfra sem nylon strengja gítarinn býr yfir og hver nóta syngur af innlifun og dýpt.

Towner á sér langan feril að baka sem leiðari en þar ber helst að nefna bandið Oregon, þar sem hann leikur á gítara, píanó og hljóðgervil. Sem sólisti hefur Towner m.a. starfað með Gary Burton, John Abercrombie, Egberto Gismonti, Larry Coryell, Keith Jarrett, Jan Garbarek og Gary Peacock. Þekktasta gesta framkoma hans á hljóðriti er án efa á plötunni “I Sing the Body Electric” með hljómsveitinni Weather Report.

Tónleikarnir í Tjarnarbíói eru einleikstónleikar þar Towner verður vopnaður klassískum gítar. Towner hefur einu sinni áður komið til ísland, en það var um miðjan 7.áratugin þegar hann hélt til Vínarborgar í gítarnám en þá var millilent á gamla hervellinum.

“Inspired is perhaps the most meaningful word to describe Towner’s guitar work. It floats in the mist somewhere between classical and jazz, in a nether land that Towner has singlehandedly staked out as his own personal territory; a musical mode of rare beauty and singular expression.”–Ralph Miriello, Jazztimes, USA

Kaupa miða hér!