This post is also available in: English (English)

Annað kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram í Tjarnarbíói. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika og er passi í boði á allt kvöldið. Smelltu hér fyrir miðasölu.

Breski trompetleikarinn Laura Jurd hefur verið áberandi á jazzsenunni í Bretlandi um nokkurt skeið. Hún var aðeins 19 ára þegar hún vann hinn virðulegu Dankworth verðlaun fyrir tónsmíðar og hefur verið mjög virk í að semja fyrir hinar ýmsu sveitir. Hún er fyrsta konan í næstum 2 áratugi til að fá jazz viðurkenningu Worshipful Company of Musicians. Hún hefur hljóðritað 2 hljómdiska undir eigin nafni og 2 með bandi sínu Dinosaur en það hefur vakið mikla athygli á London senunni sem og víðar. Laura er framsækin og sækir innblástur jafnt í klassík, jazz og þjóðlagatónlist.

Á Jazzhátíð gengur hún til liðs við tvo reynslubolta, þá Valdimar Kolbein Sigurjónsson á bassa og Scott McLemore á trommur og saman mynda þau tríó sem ber á borð jazz sem er jafnt fágaður, framsækinn og frjáls í anda.