Við erum stolt af því að vinna með fjölbreyttum hópi samstarfsaðila – fyrirtækjum, samtökum, einstaklingum, ríkinu, Reykjavíkurborg og mörgum fleiri. Reykjavík Jazz væri ekki möguleg án fjárhagslegs stuðnings og við erum afar þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum.

Höldur / Bílaleiga Akureyrar

Höldur býður upp á 5% afslátt með kóðanum REYKJAVIKJAZZ þegar bókað er í gegnum heimasíðuna: www.holdurcarrental.is.
Gildir fyrir bókanir á tímabilinu 24. ágúst – 2. september.

INNNES

INNNES styður Reykjavík Jazz og flytur inn hinn frábæra Stella Artois 0% bjór sem verður í boði á hátíðinni.

Visit Reykjavík

Visit Reykjavík er opinber ferðavefur borgarinnar og veitir upplýsingar um áhugaverða staði, viðburði, afþreyingu og ýmislegt fleira.
Skoðaðu hvað er á döfinni á www.visitreykjavik.is.

Center Hotels

Center Hotels er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar og býður upp á 20% afslátt af lausum herbergjum með kóðanum BOOKDIRECT þegar bókað er á heimasíðu hótelsins.

What’s On Reykjavík

Við störfum einnig með What’s On Reykjavík, sem býður upp á síðu þar sem hægt er að sjá hvað er á döfinni í borginni.

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg er stoltur styrktaraðili Reykjavík Jazz og við kunnum þeim miklar þakkir fyrir stuðninginn.

Tónlistarmiðstöð (Iceland Music)

Við vinnum náið með Tónlistarmiðstöð, sem styður okkur við kynningu á hátíðinni erlendis.

Íslandsstofa

Íslandsstofa styður Reykjavík Jazz með því að aðstoða okkur að bjóða erlendum blaðamönnum og bókurum til landsins.

Reykjavík Music City

Með stuðningi frá Reykjavík Music City getum við frumflutt tvö ný tónverk sem sérstaklega voru samin fyrir hátíðina.

Tónlistarsjóður

Við þökkum kærlega fyrir stuðning sem við fáum úr Tónlistarsjóði.

Alliance Française

Alliance Française býður upp á viðburð með franska kontrabassaleikaranum Kham Meslien.
Nánari upplýsingar hér.

Jómfrúin

Veitingastaðurinn Jómfrúin er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar. Við erum stolt af því að sumartónleikaröð Jómfrúarinnar sé hluti af dagskrá Reykjavík Jazz. Hægt er að bóka borð á heimasíðu Jómfrúarinnar.

Samstarf Reykjavík Jazz og sendiráða

Við vinnum einnig náið með franska, pólska og norska sendiráðinu, og kunnum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Rás 1

Við eigum í góðu samstarfi við Rás 1, sem mun senda út valda tónleika frá hátíðinni í ár.