Fréttir
Tjarnarbíó – Árni Karlsson Kvartett
Annað kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram í Tjarnarbíói. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika og er passi í boði á allt kvöldið. Smelltu hér fyrir miðasölu.
Árni Heiðar Karlsson treður upp með kvartett sem á rætur sínar beggja vegna Atlantsála. Með honum spila Joakim Berghall (FI) á saxafóna, Valdimar K. Sigurjónsson (IS) á kontrabassa, og Scott McLemore (US) á trommur. Á síðasta ári léku þeir saman á útgáfunni Flæði, og nú fylgja þeir þeim upptökum eftir með nýrri plötu sem hefur fengið titilinn Flæði II. Tónlist kvartettsins er að mestu leyti spunnin, og mætti lýsa sem norrænni, oft jazzskotinni, álfalegri og dularfullri, kraftmikilli og óheflaðri.