Fréttir

Ráðhús Reykjavíkur – Upprennandi jazzleikarar

Á öðrum degi Jazzhátíðar verður boðið upp á þessa tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og aðgangur ókeypis og opinn öllum. Smelltu hér fyrir miðasölu á kvölddagskrána.

Nokkur samspil efnilegra hljóðfæraleikara stíga á stokk og leika fyrir gesti. Um er að ræða samspilshópa úr tónlistarskólum Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Listaskóla Mosfellsbæjar. Mikil gróska og uppgangur er í jazz- og annarri rytmískri tónlist innan tónlistarskóla víða á landinu um þessar mundir og fá gestir Jazzhátíðar að hlýða á nokkur dæmi um það.

*Þetta er ókeypis viðburður“