Fréttir

Ráðhús Reykjavíkur – Setning Jazzhátíðar

Miðborgin iðar af jazztónum dagana 4.-8. september þegar Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram. Íslenskt jazzlíf hefur aldrei staðið styrkari fótum en nákvæmlega núna og á hátíðinni gefst færi til að hlýða á framvarðarsveitir í faginu en ekki síður er spennandi samstarf íslenskra flytjenda og erlendra sem er fyrirferðamikið að þessu sinni.

Setningarathöfn Jazzhátíðar í ár mun fara fram á Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17:30 eða í beinu framhaldi af skrúðgöngu sem hefst á Hlemmi/Lucky Records kl. 17:00. Boðið verður upp á margslungin tónlistaratriði og stuttar og skemmtilegar ræður. Frítt inn og allir velkomnir!