RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR – JAKOB GUNNARSSON KVINTETT
Á fjórða degi Jazzhátíðar verður boðið upp á nokkra viðburði sem eru ókeypis og opnir fyrir alla. Þetta er einn þeirra og fer hann fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Smelltu hér fyrir miðasölu á kvölddagskrána.
Jakob Gunnarsson kvintett er skipaður Bergi Einari Dagbjartssyni, Birgi Steini Theódórssyni, Helga Rúnar Heiðarssyni, Sölva Kolbeinssyni ásamt Jakobi sjálfum. Hljómsveitin spilar hip hop skotinn jazz með skandinavísku ívafi. Hljómsveitin kom nýlega fram í Íslenska sendiráðinu í Berlín í svipaðri mynd við góðar undirtektir. Áheyrendur geta búist við að heyra útsetningar af nýlegum hip hop lögum, íslenskum þjóðlögum, útsetningar á lögum úr ýmsum teiknimyndum ásamt frumsaminni tónlist.
Jakob Gunnarsson – Píanó
Bergur Einar Dagbjartsson – Trommur
Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi
Helgi Rúnar Heiðarsson – Tenór saxófónn
Sölvi Kolbeinsson – Altó saxófónn
*Þetta er ókeypis viðburður