Fréttir

NATIONAL GALLERY – GH Gypsy trio

Á upphafsdegi Jazzhátíðar í ár verður boðið upp á röð örtónleika í Listasafni Íslands. Hverjir tónleikar eru 30 mínútur að lengd og fara þeir fram í tveimur sölum hússins. Smelltu hér fyrir miðasölu.

Á síðustu örtónleikunum kvöldsins kemur fram tríó gítarleikarans Gunnars Hilmarssonar, Gunnar Hilmarsson Gipsy Trio (GHGT). Tríóið leikur jazzmúsík sem sækir innblástur í tónlist gítarleikarans Django Reinhardt. Þegar kemur að leik í stíl Reinhardts eru fáir hér á landi sem standast Gunnari snúning og þótt víðar væri leitað. Efnisskrá tríósins er samsett af lögum úr ýmsum áttum bæði nýjum og gömlum og góðum og slæðast jafnvel frumsamdir ópusar með. Í janúar 2018 spilaði GHGT á Djangohátíð í Amsterdam í Hörpu þeirra Hollendinga: Bimhuis, við frábærar undirtektir. Í janúar 2019 lék tríóið á nýrri hátíð hér í borginni sem kallast „Django Dagar“ og var haldin í Iðnó, þar léku þeir með einvalaliði íslenskra og erlendra tónlistarmanna og var gerður einstaklega góður rómur að leik þeirra. Ásamt Gunnari skipa tríóið þeir Jóhann Guðmundsson gítarleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari.