Fréttir

Listasafn Íslands – Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson

Á upphafsdegi Jazzhátíðar í ár verður boðið upp á röð örtónleika í Listasafni Íslands. Hverjir tónleikar eru 30 mínútur að lengd og fara þeir fram í tveimur sölum hússins. Smelltu hér fyrir miðasölu.

Á plötunni Innst inni hljóðrituðu kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson 11 lög eftir Tómas. Þeir félagar hafa starfað saman í meira en þrjá áratugi. Þótt Eyþór sé þekktastur sem hljómborðsleikari Mezzoforte og Tómas kunnastur fyrir latíntónlist sína er hvorki að finna fönk né latínáhrif á Innst inni, heldur einungis djassballöður, valsa og hægan blús.

,,Þetta er meira en tónlist, þetta er hugarástand og allt um kring er allt eins og vera ber, að minnsta kosti meðan tónlistin varir. Leyfið þessari plötu að færa ykkur frið.” C. Michael Bailey / All About Jazz (Bandaríkin)

,,Það ríkir tregi yfir tónlistinni á þessari plötu og þótt að hún sé ekki fjölbreytt þá er hún engu að síður einstaklega áhrifamikil.” **** Andy Hamilton / Jazz Journal (England)

,,Hér er nægt andrými, hér er ró, hér er nægur tími og hér slá hjörtun í takt. Og um leið er sveiflan ótrúlega sterk. Hér er á ferðinni ein óvæntasta og sterkasta tónlistarupplifun sem ég hef orðið fyrir um langa hríð.” Thorbjörn Sjögren / Jazz Special (Danmörk)