Listasafn Íslands – Mikael Máni Tríó
Á upphafsdegi Jazzhátíðar í ár verður boðið upp á röð örtónleika í Listasafni Íslands. Hverjir tónleikar eru 30 mínútur að lengd og fara þeir fram í tveimur sölum hússins. Smelltu hér fyrir miðasölu.
Gítarleikarinn Mikeal Máni hafði ungur mikinn áhuga á tafli og varð ævisaga Bobby Fischer, Endatalf, kveikjan að hugmyndinni á bak við efnisskrána á tónleikunum. Lögin eru skáldlegar túlkanir á köflum úr ævisögunni en á sama tíma fangar hvert lag almenna eiginleika í mannlegu eðli sem flestir hafa upplifað á einhverjum tímapunkti.
Tríóið samanstendur af 3 íslenskum tónlistarmönnum af mismunandi kynslóðum. Skúli Sverisson spilar á bassa og Magnús Trygvason Elíassen spilar á trommur og víbrafón. Tónlistin leitar í jazz en hún er undir áhrifum frá mörgum öðrum stílum t.d. post rokki og kvikmyndatónlist.
Þetta heildræna listaverk er hugrænn taflleikur sem ber með sér ferskan blæ inn á jazz senuna. Mikael er gítarleikari sem elskar texta og jazz og blandar saman vitsmunalegri hljóðfæratónlist við einlægni söngvaskálds.
„Hljómplatan Bobby er heilsteypt frumraun og sýnir Mikael sem hugsandi, hæfileikaríkan tónlistarmann sem er tilbúinn að bæta rödd sinni á lista skandinava sem halda áfram að móta einstakan jazz hljóm.“
-Franz A. Matzner, All about Jazz.