Fréttir

Hard Rock Cafe – Tori Freestone Trio

Fjórða kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram á Hard Rock Cafe. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika ásamt „jam-session“ og er passi í boði á allt kvöldið. Ekki gleyma að taka hljóðfærið með! Smelltu hér fyrir miðasölu.

Tori Freestone hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína í Bretlandi sem og annars staðar í heiminum, hlotið virt verðlaun og lofsamlega gagnýni. Nýlega sendi tríó hennar frá sér brakandi ferska plötu sem heitir “El Mar de Nubes” (‘The Sea of Clouds’) og gefin er út af Whirlwind Recordings útgáfufyrirtækinu. Á nýju plötunni má greinilega heyra hvernig tónsmíðar hennar sækja áhrif í önnur hljómalaus (án hljómahljóðfæris) tríó samtímans í bland við rætur hennar sem liggja í þjóðlagatónlist. Nýja skífan inniheldur einnig áhrif úr latín- og brasilískri tónlist sem má rekja til reglulegrar dvalar Tori á Kanaríeyjum, bæði í uppvextinum sem og á fullorðinsárum, en öll lögin voru einmitt samin þar.

Nálgun Tori og spilamennska á þessari nýju tónlist er melódísk en um leið sterk sem er það sem hún er orðin hvað þekktust fyrir. Samstarf hennar við Tim Giles (trommur) og Dave Manington (bassi) nær mörg ár aftur í tímann og hafa þau þróað samspil sitt á þann veg að lifandi flutningur tríósins skapar jákvæða spennu hjá áheyrendum og hreyfir við fólki. Plata hennar “In the Chophouse” sem kom út árið 2014 fékk frábærar viðtökur og varð til þess að London Jazz Festival pantaði verk frá tríóinu sama ár. Árið 2016 kom “El Barranco” út og var fylgt eftir með löngu tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem hljómsveitin spilaði í Þýskalandi, Austurríki, á Spáni, Ítalíu ásamt því að koma fram á helstu jazzhátíðum álfunnar. Hlustendur verða ekki sviknir af nýju plötunni sem inniheldur þjóðlagaskotinn jazz, brasilísk og kúbönsk áhrif, heitan og sveittan frjálsan jazz og allt þar á milli sem að endingu færir samspil þessara þriggja tónlistarmanna upp í hæstu hæðir.

“Freestone has caused a stir far beyond the UK… an impressive original and formidable trio.“
– Leibnitz Jazz Festival, Austria review

„she’s got a real burn to her playing ..with weaving lines and constant listening, supporting and interacting from the bass and drums…my ears never get tired.“
– Ingrid Jensen’ ‘Artist Choice’ Jazz Times, USA – top 10 UK artists article

„Freestone has clearly listened widely, but her musicality and broad experiences have stirred all that input into an imposingly original sound.“
– John Fordham, The Guardian **** review, UK