Fréttir

Hard Rock Cafe – Jam Session

Fjórða kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram á Hard Rock Cafe. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika ásamt „“jam-session““ og er passi í boði á allt kvöldið. Ekki gleyma að taka hljóðfærið með! Smelltu hér fyrir miðasölu.

Það er laugardagur og því ekki úr vegi að enda kvöldið á jam session fram á rauða nótt. Listamenn hátíðarinnar skipa húsbandið og eftir að þeir hafa leikið nokkur lög er hverjum sem vill frjálst að vera með í fjörinu. Vertu viss um að taka lúðurinn, lútuna, kjuðana eða bara fingurna (ef þú ert píanóleikari) með og gerum þetta að jazzveislu sem gleymist seint!