CITY HALL – KARL OLGEIRSSON
Á fjórða degi Jazzhátíðar verður boðið upp á nokkra viðburði sem eru ókeypis og opnir fyrir alla. Þetta er einn þeirra og fer hann fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Smelltu hér fyrir miðasölu á kvölddagskrána.
Platan Mitt bláa hjarta – 14 nýir jazzsöngvar inniheldur hugleiðingar um lífið, ástina, veðrið og sorgina. Hún var valin jazzplata ársins á síðustu Íslensku tónlistarverðlaunu auk þess sem Karl Olgeirsson var valin lagahöfundur ársins. Hljómsveitina skipa auk höfundar sem leikur á píanó þeir Magnús Trygvason Eliassen trymbill, Þorgrímur Jónsson sem leikur á kontrabassa og Ásgeir J. Ásgeirsson gítarleikari. Tvær ungar söngkonur ljá lögunum rödd sína, Elín Harpa og Rakel Sigurðardóttir en þær hafa vakið verðskuldaða eftirtekt að undanförnu fyrir söng sinn.
Elín Harpa – Söngur
Rakel Sigurðardóttir – Söngur
Karl Olgeirsson – Píanó
Ásgeir J. Ásgeirsson – Gítar
Þorgrímur Jónsson – Kontrabassi
Magnús Trygvason Eliassen – Trommur
*Þetta er ókeypis viðburður