Fréttir

Borgarbókasafn Grófinni – Saga evrópskrar jazztónlistar

Á fimmta degi Jazzhátíðar verður boðið upp á tvo viðburði sem eru ókeypis og opnir fyrir alla. Þetta er annar þeirra og fer hann fram á Borgarbókasafninu Grófinni. Smelltu hér fyrir miðasölu á eftirmiðdagstónleika kvartetts Maríu Magnúsdóttur sem eru til heiðurs Anitu O’Day.

Vernharður Linnet segir frá bókinni The History of European Jazz sem kom út á síðasta ári. Vernharður tók saman kaflan um Ísland og segir okkur frá áhugaverðum staðreyndum og leikur tóndæmi.

*Þetta er ókeypis viðburður