Fréttir

CITY HALL – LUDVIG KÁRI 4TET

Á þriðja degi Jazzhátíðar verður boðið upp á þessa tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og aðgangur ókeypis og opinn öllum. Smelltu hér fyrir miðasölu á kvölddagskrána.

Jazzkvartett Ludvigs Kára flytur frumsamdan íslenskan jazzbræðing eftir víbrafónleikara kvartettsins, Ludvig Kára Forberg.

Með Ludvig leikur úrval íslenskra sem erlendra jazztónlistarmanna en þeir eru: Phillip J. Doyle á saxófón, Stefán Ingólfsson á rafbassa og Einar Valur Scheving á trommur.

Ludvig er Reykvíkingur að upplagi en tónlistin er öll samin norðan heiða og má því tónlist þessi teljast að sönnu alíslenzkur jazzbræðingur undir áhrifum ýmissa stíltegunda úr heimi alþjóðlegarar jazztónlistar.

*Þetta er ókeypis viðburður