Day 4 – August 13

Hljómsveitina Annes skipa þeir Ari Bragi Kárason trompet, Jóel Pálsson saxófónn, Guðmundur Pétursson gítar, Eyþór Gunnarsson hljómborð og Einar Scheving trommur. Þeir eru alir vel kunnir lykilmenn í íslensku tónlistarlífi og hafa gert garðinn frægan sem með eigin verkum hver fyrir sig. Þeir leiddu hesta sína saman árið 2014 og léku á Jazzhátíð sama ár. Fyrsta plata þeirra “Annes” var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 auk þess sem “Henrik” hlaut verðlaunin sem Jazztónverk ársins. Annes leikur rafmagnaða jazzmúsík þar sem opið er fyrir hryn, lagrænu og stemningar af öllum toga.

Á tónleikum Jazzhátiðar mun hljómsveitin frumflytja nýtt efni. Tónleikarnir fara fram í Silfurbergi kl 21:20 laugardaginn 13.ágúst.

Key players from the Icelandic music scene formed the quintet Annes in 2014. Their debut album was nominated for the Icelandic Music Awards, winning the best composition in jazz category. They play electronic jazz open to rhythmic elements, moods and melody and will premier new material at the festival. Ari Bragi Kárason – trumpet, Jóel Pálsson – saxofon, Guðmundur Pétursson – guitar, Eyþór Gunnarsson – keyboards and Einar Scheving – drums.

This concert takes place saturday 13 at 21:20 in Silfurberg, Harpa.