Miðasala byrjar 22. apríl

Við byrjum miðasölu 22. apríl þegar Tix.is og Harpa.is opna fyrir sölu á kvöldpassa og hátíðarpassa og miða á staka tónleika. Frá Reykjavík, alla leiðina á Þingvelli, og til baka bjóðum við upp á fjölbreytta dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur 2025. Hátíðin fer fram dagana 26. til 31. ágúst.
Jazztónlistarfólk hvaðanæva að úr heiminum mun koma fram á hátíðinni og það band sem mun þurfa fljúga lengst er að koma frá Ástralíu.

Jazz og spunatónlist mun setja svip sinn á Reykjavík (og Þingvelli) í 6 daga. Tónleikar hátíðarinnar fara fram í Hörpu, Norðurljósum og í Eldborg, Jómfrúnni, SKY Bar, Fríkirkjunni í Reykjavík, BIRD Rvk, MÍT, Iðnó og svo gæti verið að fleiri staðir bætist við á næstu dögum.