Jazzhátíð Reykjavíkur lauk í gær 4/9 með uppseldum tónleikum hinnar stórkostlegu latinstórsveitar Los Bomboneros y sus Bombasticos. Frábær vika er að baki, yfir 40 tónleikar og viðburðir og flytjendur hátt í 180 talsins. Við viljum þakka styrktar- og samstarfsaðilum Reykjavík Jazz 2021 kærlega fyrir stuðninginn og samstarfið. Einnig þökkum við okkar dásamlega tónlistarfólki, sjálfboðaliðum og síðast en ekki síst gestum fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Við erum í sjöunda himni og gríðarlega þakklát. Við viljum þakka eftirtöldum aðilum:
Tónlistarsjóður, Reykjavíkurborg, Stella Artois, Center Hotels, Harpa, FÍH, Jómfrúin, Skuggabaldur, Heimilistæki, Lucky Records, Tónastöðin