Við höfum tekið saman lagalista með ýmsum tónlistarmönnum og konum sem koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021 sem er, þegar þetta er skrifað, rétt handan við hornið. Úrvalið af tónleikum í ár er mikið sem og fjölbreytnin þannig að flestir ættu að geta fundið sér tónleika sem falla eins og flís við rass við tónlistarsmekk þeirra. Við hefjum leikinn á lagi Melissu Aldana, Elsewhere, en fyrir sólóið í þessu lagi var hún tilnefnd til Grammy verðlaunanna árið 2019.
Góða skemmtun og sjáumst á Jazzhátíð!