Jazzhátíð Reykjavíkur er þakklát fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins í djassi og blús árið 2020 🙏🏻❤️
Þetta er mikill heiður og við erum í skýjunum. Mikil óvissa ríkti lengi á síðasta ári um það hvort hægt yrði að halda hátíðina og ákvörðun um að láta til skarar skríða var tekin með tveggja vikna fyrirvara. Það segir sig sjálft að þetta hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki. Jazzhátíð vill því þakka Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði, Tónastöðinni og Hörpu fyrir stuðninginn og samstarfið. Einnig viljum við þakka sjálfboðaliðunum okkar, þið eruð ómetanleg. Að lokum þökkum við öllu því frábæra tónlistarfólki sem kom fram á hátíðinni, þessi verðlaun eru líka ykkar verðlaun 🙌
p.s. á meðfylgjandi mynd má sjá framkvæmdastjóra Jazzhátíðar Reykjavíkur en hann fékk það hlutverk að veita verðlaununum viðtöku.