Dagskráin 2021 er rétt handan við hornið!
Það líður senn að kynningu á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur 2021 og ekki laust við að það ríki mikil spenna á meðal okkar þar að lútandi. Í átta daga frá 28. ágúst til 4. september verður boðið upp á alls konar jazz, blús, fönk, latín og spunatónlist þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það stefnir í hátt í 40 tónleika og viðburði með á bilinu 140-150 tónlistarkonum og mönnum frá Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum.
Dagskráin verður kynnt á alþjóðlega jazzdaginn þann 30. apríl næstkomandi og miðasala hefst svo í kjölfarið.