Jazzhátíð Reykjavíkur lauk í gær með þrennum frábærum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Hátíðin heppnaðist mjög vel og erum við í skýjunum með með árangurinn. Haldnir voru 33 tónleikar á þessari 30 ára afmælishátíð þar sem flytjendur voru í kringum 100 talsins. Margt tónlistarfólk kom fram oftar en einu sinni þannig að heildarfjöldi flytjenda er enn meiri. Jazzhátíð vill sérstaklega þakka Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði, FÍH og Tónastöðinni fyrir stuðninginn og Hörpu og Fríkirkjunni fyrir samstarfið. Einnig viljum við þakka öllum þeim áhorfendum sem lögðu leið sína á tónleika á hátíðinni. Síðast en ekki síst þökkum við öllu okkar frábæra tónlistarfólki sem gerði þessa hátíð að glæsilegri tónlistarveislu sem við erum gríðarlega stolt af.
Fréttir