Day 3 – August 12

Myrkvi Skógur Sigurðar Rögnvaldssonar

Gítarleikarinn Sigurður Rögnvaldsson, sem búsettur er í Helsinki, gaf út plötuna Kisima, með hljómsveit sinni Sigurður Rögnvaldsson’s Dark Forest eða Myrkva skógi Sigurðar Rögnvaldssonar í október 2015. Á plötunni spila finnskir tónlistarmenn í fremstu röð.

Á Jazzhátíð Reykjavíkur kemur Sigurður fram með íslenskri útgáfu á bandinu. Með honum eru Steinar Sigurðarson á saxófón, Valdimar Kolbeinn á rafbassa og Magnús Trygvason Elisassen á trommur. Tónlistin er framsækin jazztónlist sem sækir áhrif úr rokktónlist. Oft á tíðum má heyra litríkt andrúmsloft með fallegum laglínum og á hinn bóginn þung riff og öskrandi saxófón.

Sigurður hefur verið virkur á tónlistarsenunni í Helsinki og spilar einnig víða um evrópu með hlómsveit sinni Equally Stupid. Í Finnlandi spilar hann meðal annars með  Verneri Pohjola, Raoul Björkenheim, Olavi Louhivuori og Pauli Lyytinen.