Múlinn í Norræna húsinu á Jazzhátíð

Múlinn verður aðsetur margra skemmtilegra tónleika á Jazzhátíð 2012. Eins og vera ber verða þar áberandi verkefni sem eru byggð á norrænu samstarfi. Þar á meðal eru Horse Orchestra sem Ingimar Andersen leikur með og gerir út frá Danmörku og hljómsveitin Defekt sem Sigurður Rögnvaldsson leikur með og gerir út frá Helsinki. Píanistinn Magnús Jóhannessen kemur ásamt Mikael Blak frá Færeyjum og þeir leika ásamt Snorra Sigurðarsyni trompetleikara. Auk þess heldur Scott McLemore útgáfutónleika sína og K tríóið býður norska tríóinu Splashgirl upp í dans. Ekki má heldur gleyma íslenskum ungliðaböndum sem munu skína skært í hinum fallagu húsakynnum sem Alvar Aalto teiknaði inn í Vatnsmýrina. Þar fyrir utan verður boðið uppá brasilíska tóna Ife Tolention í Gróðurhúsinu á vegum veitingastaðarins Dill.

Hægt er að kaupa á kr 8000 einn miða sem gildir á alla tónleika í Norræna húsinu og á Kex auk tveggja árdegistónleika í Hörpu. Alls níu tónleikar.

Múlinn Jazz-club hosts a series of exciting concerts in cooperation with the Reykjavik Jazz Festival and the Nordic House, in a beautiful hall that architect Alvar Aalto included in his design of the building. Of course we focus on Nordic cooperations with The Horse Orchestra and Defekt, bands that have Icelandic players among their musicians. Local favorite K Trio and Norwegian trio Splashgirl and up and coming local talent as well as veterans at play, such as drummer Scott McLemore who presents new material and new cd. Faroese pianist Magnus Johannessen with his compatriot bassist Michael Blak team up with local trumpeter Snorri Sigurðarson. Also brazilian music with Ife Tolentino in the Greenhouse.

Ticket will be available for kr 8000, good for all events at the Nordic House as well as two concerts at the Gym and Tonic hall at Kex Hostel and two morning sessions at Harpa.

Innifalið/Included

Nordic House:

Mánudagur /Monday 20.08 kl 19.30 – Dagskrárkynning. Hljómsveit Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur. Horse Orchestra. Ókeypis aðgangur.

Þriðjudagur /Tuesday 21.08 kl 19.30 – Horse Orchestra. Ingimar Andersen og sex spinnegalar. Kr 2000

Mánudagur/Monday 27.08 kl 19.30 – Tríó Magnúsar Johannessens. Kr 2000

Þriðjudagur/Tuesday 28.08 kl 19.30 – Kvintett Scott McLemore. Útgáfutónleikar. Kr 2000

Miðvikudagur /Wednesday 29.08 kl 19.30 – Defekt. Kr 2000

Föstudagur/Friday 31.08 kl. 19.30 – K Tríó ásamt Toms Rudzinskis. Splashgirl frá Noregi. Kr 2000

 

Gym og tonik at Kex Hostel:

Laugardagur/Saturday 18.08 – Menningarnótt /Culture Night – Kl 18. Upphitun fyrir skrúðgöngu frá Kex í Hörpu. Ókeypis aðgangur/Free

Föstudagur/Friday  24.08 kl 21.30 – Brink Man Ship. Kr 2000

Fimmtudagur/Thursday 31.08 kl 21.30 – Andres Thor Nordic Quartet. Kr 2000

 

Harpa, árdegistónleikar/morning sessions:

Laugardagur/Saturday  25. ágúst kl 11.30 – Agnar Már Magnússon piano solo. Kr 2000

Laugardagur/Saturday 1.september kl11.30 – Hot Eskimos trio. Kr 2000