Tónlistarkonan Edda Borg fylgir nú sínum fyrsta geisladiski “No Words Needed” eftir með tónleikum. Edda Borg hefur fengist meira við jazzsöng á undanförnum árum, þannig að það má segja að hún sýni á sér nýja hlið að þessu sinni.
Diskurinn inniheldur 11 lög í “Smooth Jazz/Fusion” stíl eftir Eddu Borg, útsett af henni, Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleikara og Friðriki Karlssyni gítarleikara.
Úrvals hljóðfæraleikarar leika á tónleikunum með Eddu Borg sem leikur á hljómborð og raddar. Agnar Már Magnússon, hljómborð/pianó, Bjarni Sveinbjörnsson, bassi, Sigfús Óttarsson, trommur, Friðrik Karlsson, gítar og Sigurður Flosason, sópran saxófón.
Edda Borg follows up her recent release of “No Words Needed”, a cd of her original music. She is a prolific jazz singer but here she presents a new side to her musicality with a fusion/smooth jazz collection in arrangements done in collaboration with bassist Bjarni Sveinbjörnsson and guitarist Fridrik Karlsson, who join her on stage with drummer Sigfús Óttarsson and Sigurður Flosason on soprano sax.
Café Rósenberg – Monday August 19th – 21.00